top of page
Writer's picturePall Palsson

15% minni sala í sérbýlum fyrstu 3 mánuði ársins

Fasteignasala með góðu móti - Hagstætt að kaupa?


Fjöldi þinglýstra kaupsamninga fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 var 1998. Heildarvelta var um 104 milljarða. Þegar sama tímabil í fyrra er borið saman fjölgar kaupsamningum um 2%. Frá janúar til mars 2019 seldust 1959 eignir og velta var um 108 milljarðar.

Sala í fjölbýli árið fjölgaði um 9% en 1602 eignir seldust í fjölbýli árið 2020 en 1453 árið 2019.

Sala í Sérbýli dregst hins vegar saman um 15,2% en 302 eignir seldust í sérbýli árið 2020 en 356 árið 2019.

Síðustu 3 mánuði hefur fasteignaverð hækkað um 1.2% en á sama tíma í fyrra lækkaði markaðurinn um 1%. Síðustu 12 mánuði hefur markaðurinn hækkað um 3.6%.

Síðustu 12 mánuði hefur kaupmáttur launa hækkað meira en raunverð fasteigna og því má ætla að fasteignaverð sé nokkur hagstætt eins og stendur.

Þess má geta að sölutölur fyrir mars eru samþykkt kauptilboð í janúar, febrúar og jafnvel eitthvað inní mars og því áhrif COVID-19 sjást í raun ekki í þessum tölum

palli@450.is / 7754000


* Upplýsingar samkvæmt Þjóðskrá Íslands





Comments


bottom of page