Nýlega gaf Arionbanki út árlega skýrslu um fasteignamarkaðinn og spár til næstu þriggja ára. Margt áhugavert kemur fram í skýrslunni m.a
- Meðalstærð íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað undanfarin þrjú ár.
- Útlánavöxtur hefur verið mikill undanfarin ár og í fyrra lánuðu bankarnir u.þ.b. 350 ma.kr. til heimila og fyrirtækja. Útlit er fyrir að útlánaaukning bankanna í ár verði töluvert minni og að lánakjör versni.
-Spá áframhaldandi húsnæðisverðshækkunum út spátímann, en verulega hægir á hækkunartaktinum þegar fram í sækir.
Með því að smella á myndina þá getið þið lesið skýrsluna
Comentários