top of page
Writer's picturePall Palsson

Lækkaði eða hækkaði markaðurinn 2019 ?

Fasteignamarkaðurinn 2019 hefur verið nokkuð góður. Salan mjög svipuð og var árið 2018. Það má segja að það sé mjög gott jafnvægi á milli kaupenda og seljenda. Hér eru nokkrar staðreyndir um markaðinn árið 2019


  • 7700 eignir seldust á höfuðborgarsvæðinu árið 2018, 642 eignir að meðaltali á mánuði.

  • 7130 eignir hafa selst til 1.desember 2019 ( 648 eignir að meðaltali á mánuði ) en algengar sölutölur í desember eru í kringum 500 eignir og því má ætla að salan verði mjög svipuð á milli ára

  • 2.4% hækkun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu 12 mánuði og ekki verið svona lítil hækkun frá 2011.

  • Fjölbýli hækkaði um 2.1% og sérbýli hækkaði um 1%

  • 4,6% hækkun varð árið 2018 og 10,5% árið 2017

  • Meðalfermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu er 462.530/ m2

  • Meðalfermetraverð í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er 408.798/ m2

  • Meðalfermetraverð á nýbyggingum er 565.000m2

  • Meðal sölutími nýbygginga eru um 100 dagar*

  • Meðalsölutími eldri eigna er um 86 dagar *

  • Um 5000 íbúðir í byggingu á árinu 2019**

*Frá því eign er skráð á netið og þar til hún fer í kaupsamning

** Samkv. hausttalningu Samtök iðnaðarins


palli@450.is / 7754000




Yorumlar


bottom of page